mán. 24.11.2008
Hættulegt að vera á sjálfskiptum..
Hræddur um að maður komist lítið áfram ennþá í sama gír á beinskiptum bíl eftir að hafa lent utan vegar af þjóðveginum.
Sjálfskiptingin veldur almennt líka meiri eyðslu eldsneytis, ekki er hægt að gíra niður til að hægja á sér ef svo ber undir og getur tekið upp á ýmsustu hunda kúnstum þegar maður þarf á afli bílsins að halda.
Mesti skaðræðis búnaður...
En gott að maðurinn hafi komist af með minniháttar meiðsl.
Sjálfskiptingin veldur almennt líka meiri eyðslu eldsneytis, ekki er hægt að gíra niður til að hægja á sér ef svo ber undir og getur tekið upp á ýmsustu hunda kúnstum þegar maður þarf á afli bílsins að halda.
Mesti skaðræðis búnaður...
En gott að maðurinn hafi komist af með minniháttar meiðsl.
![]() |
Rotaður undir stýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er alveg sammála með sjálfskipta bíla og svo kosta þeir líka meira og það er mun dýrara að gera við þær ef þær bila.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 24.11.2008 kl. 01:06
Það er hægt að gíra niður á sjálfskiptum, þá notar maður 1-2-3 á skiptingunni en vissulega eyða þeir meira og kosta meira.
Elvar Örn Reynisson, 24.11.2008 kl. 01:19
Heimskulegar pælingar ! , þakka bara fyrir að maðurinn slapp lifandi, hafið þið ekkert betra við tímann að gera !
olafur (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 01:27
Sjálfskiftirngar í bílum í dag eru orðnar það þróaðar að bílar eiða ekkert meira eins er eins og Elvar skrifar að þá er ekkert mál að gíra niður með því að nota 1 - 2 -3. Ég óska ökkumanninum góðs bata og gott að ekki fór ver.
Gísli (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 06:37
Ég veit ekki alveg hvert þið eruð að fara með þetta og það má vel vera að það sé hægt að gíra niður á sjálfskiptum bílum, en það er bara málinu óviðkomandi.
Það sem kom fram í fréttinni að eftir að bíllinn lenti utanvegar og bílstjórinn meðvitundarlaus rauk bíllinn af stað af því að hann stóð á bensíngjöfinni. Við þessar kringumstæður myndi beinskiptur bíll drepa á sér þar sem það er mjög ólíklegt að bíllinn væri í nægilega lágum gír til að bíllinn færi áfram.
Brytjað niður:
- Sjálfskiptur bíll, meðvitundarlaus maður: bíllinn rýkur af stað
- Beinskiptur bíll, meðvitundarlaus bílstjóri: bíllinn fer ekki af stað
Varðandi eyðsluna, þá sagði ég almennt. Það eru vissulega til bíla sem, miðað við eyðsluprófanir, eyða minna sjálfskiptir en beinskiptir. Það sem skiptir hinsvegar venjulega meira máli er ökustíll bílstjóra.Stokkarinn, 26.11.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.