Skrípaleikurinn heldur áfram..

Afhverju er ekki löngu búið að fangelsa Baugs feðgana.

Ég veit ekki betur en að þeir hafi gefið íslensku bankana einkavinum sínum, ég veit ekki betur en að þeir hafi séð til þess að einkavinir þeirra gætu leikið sér með lánsfé eins og þeim sýndist, ég veit ekki betur en að þeir hafi séð til þess að byndiskilda bankanna var felld niður, ég veit ekki betur en að þeir hafi séð til þess að fyrirtæki gætu leikið sér að búa til eiginfé úr viðskiptavild sem var raunverulega neikvætt eiginfé.

Því að ekki unnu þeir sig upp úr því að vera með litla lágvöru verslun í rvk. yfir í að sjá hér um bil allri þjóðinni fyrir matvælum á góðu verði, ekki sáu þeir til þess að íslendingar eiga kost á grænmeti á lægra verði en nágranna þjóðir okkar, ekki reiddu þeir sig á sjálfa sig heldur Sjálfstæðisklíku til að koma sér á framfæri og í þá stöðu sem þeir eru í dag.

Ég vil þó ekki vera að réttlæta öll þeirra verk, en margt hafa þeir gert gott fyrir samfélag íslendinga og margt af því í óþökk ráðamanna. En þessi sekt og margt annað þessa dagana er skapað til þess að fela umræðu um þau raunverulegu vandamál og umræðu sem ætti að vera í gangi. Meðal annars hafa seinustu Kastljós þættir farið í kryfja eitthvert tiltölulega ómerkilegt mál sem snertir DV sem er blað sem afskaplega fáir lesa og þeir sem lesa það gera það meira til gamans en upplýsingaöflunar. Allt þetta er gert til að dreifa athyglinni frá niðurskurði í heilbrigðis og menntamálum, sem og til að dreifa athyglinni frá gjörspilltum ráða- og bankamönnum sem hafa tekið megin hluta þjóðarinnar í það ósmurt...


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta Bónus dæmi er búið. Gjaldþrot þeirra blasir við. Ég tapaði á þeim 3.000.000 og fæ ekki einu sinni kaffibolla út á það. Gaman af svona mönnum ! Pakk.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband