Skref í rétt átt :)

Með þessu skrefi getur maður nú loksins farið að íhuga að taka strætó til og frá vinnu.
Mig sundlaði við tilhugsunina að reyna að taka strætó þegar að hann kom bara á 30 mínútna fresti, þar sem strætó er ekki beinlínis skilvirkasta samgöngukerfi í heimi. Og þá sérstaklega þar sem það kemur furðu oft fyrir að hann komi of snemma eða stoppi ekki á stoppistöð, þó hitt sé nú algengara, að hann sé of seinn og stoppi.

Hinsvegar hef ég aldrei skilið þessa áráttu strætó á íslandi að hafa sömu tímatöflu allan daginn. Það væri mun skilvirkara að hafa ferðir á 5 eða 10 mínútna fresti á morgna og þegar fólk er að skila sér heim úr vinnu og fækka þeim svo þegar álagið er minna.
Kannski halda þeir að Íslendingar séu svo heimskir að þeir geti ekki lært inn á slíkt, en ég veit að það kom mjög vel út í Stokkhólmi.


mbl.is Strætóferðum fjölgar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Ég er sammála þér að það ætti að fjölga ferðunum á álagstímum en ég er viss um að Íslendingar myndu ekki skilja það.

Þetta kemur mjög vel út hérna í vestrinu líka.

Björn Magnús Stefánsson, 20.8.2008 kl. 16:31

2 identicon

Það er akkúrat það sem gert er. Ákveðnar leiðir eru á 15 mínútna fresti á svokölluðum álagstímum. Yfirleitt er sá tími skilgreindur frá 7-10 á morgnana & svo aptur frá 14-18 eptir hádegið. Síðan detta leiðirnar - ekki allar þó -  niður í hálftímatíðni. Hvet ykkur til að kynna ykkur málið á straeto.is nk. sunnudag :)

Dr.-inn (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband