fim. 18.12.2008
Að skrá sig utan trúfélags...
Það er minna mál en margar ykkar gruna að styrkja helstu menntastofnun landsins í stað kirkjunnar, aðeins þarf að fylla út eitt eyðublað hjá þjóðskrá og afhenda það í Borgartúni 24 eða senda það með símbréfi (faxi).
Með því að skrá sig utan trúfélags renna safnaðargjöld til Háskóla Íslands í stað þjóðkirkjunnar. Mæli með þessu sérstaklega fyrir trúleysingja.
Hver stýrir trúnni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fær þá ekki guðfræðideildin peningana í staðinn???
Heyrði það sagt einhverntíman fyrir löngu síðan.
Er maður þá eitthvað bættari???
Ólafur Björn Ólafsson, 18.12.2008 kl. 22:51
Í raun ertu samt að styðja kirkjuna þó að þó látir skrá þig svona því að allur peningur sem Háskólinn fær frá þeim sem afskrá sig úr þjóðkirkjunni er eyrnamerktur guðfræðideild skólans eða svo hefur maður allavega heyrt.
Halldór (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:51
Guðfræðideild fær ekki peninga þeirra sem eru skráðir utan trúfélaga. Peningurinn fer í rekstur Háskólans.
Mig grunar að það séu kirkjunnar menn sem hafi komið þessari sögu af stað til að hindra úrsagnir.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:54
Það er reyndar rætin lygi. Hið rétta er að allir hluta HÍ geta fengið úr þessum sjóði:
http://www.vantru.is/2006/03/09/07.30/
Erlendur (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.