Færsluflokkur: Bloggar
fös. 17.10.2008
Verðmyndandi kjaftæði!!!
Hvernig er hægt að segja að hlutabréf Eimskipa hafi hækkað um 42% þegar að heildar viðskipi með félagið voru 12 þúsund íslenskar krónur?? Ég bara spyr!
Það sem þetta þýðir þá í raun er að í gær var Eimskip virði 1,1 milljarðs króna, og svo í dag er það 1,56 milljarða króna virði, af því að einhverjir áttu viðskipti með 1 þúsund og 11 þúsund krónur annarsvegar.
Miðað við það þá þarf bara 12.000 ISK til að búa til 460.000.000 ISK, er að furða þó allt sé hér að fara andskotans til?
Atorka lækkaði um 44,44% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 21.9.2008
Gull medalíu á allt liðið!!!
Árangur Íslendinga á ólympíuleikunum í Kína bliknar í samanburði við þennan framúrskarandi árangur!!! Gleymið Völu Flosadóttur og Björku Guðmundsdóttur, þetta er einstakt fólk með mikla sköpunargáfu og hæfileika. Réttast væri að búa til sérstkakan styrktasjóð fyri fólk í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli sem ekur ekki drukkið!!! Hipp hipp húrra!!!
En í alvöru talað er ástandið með ölvunarakstur hér á landið virkilega það slæmt að það teljist fréttnæmt að enginn hafði verið staðinn að því?
Frábær árangur ökumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 20.8.2008
Skref í rétt átt :)
Með þessu skrefi getur maður nú loksins farið að íhuga að taka strætó til og frá vinnu.
Mig sundlaði við tilhugsunina að reyna að taka strætó þegar að hann kom bara á 30 mínútna fresti, þar sem strætó er ekki beinlínis skilvirkasta samgöngukerfi í heimi. Og þá sérstaklega þar sem það kemur furðu oft fyrir að hann komi of snemma eða stoppi ekki á stoppistöð, þó hitt sé nú algengara, að hann sé of seinn og stoppi.
Hinsvegar hef ég aldrei skilið þessa áráttu strætó á íslandi að hafa sömu tímatöflu allan daginn. Það væri mun skilvirkara að hafa ferðir á 5 eða 10 mínútna fresti á morgna og þegar fólk er að skila sér heim úr vinnu og fækka þeim svo þegar álagið er minna.
Kannski halda þeir að Íslendingar séu svo heimskir að þeir geti ekki lært inn á slíkt, en ég veit að það kom mjög vel út í Stokkhólmi.
Strætóferðum fjölgar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 17.7.2008
Ólöglegt niðurhal af netinu
Ætli það megi ekki gera ráð fyrir því að Coke snúi vörn í sókn og lögsæki The Piratebay?
Coca-Cola selur minna vestanhafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 17.6.2008
Ísbjarnargarð á klakann
Veiða hann Ófeig og koma honum fyrir þar..
Svo þegar hann verður svangur getur hann bara náð sér í sel :D
Reynt að ná birninum lifandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 1.6.2008
Seinasta hálmstrá þjálfara á förum..
Skv. DN stendur til að reka þjálfara sænska landsliðsins vegna slaks árangurs.
Einnig kemur fram í fréttinni að þó að stjórnin hafi sett kröfuna fram búist þeir ekki við jákvæðri niðurstöðu
En ég verð þó að segja að mér finnst stjórn landsliðsins vera að fá óþarflega mikla gagnrýni, þeir verða auðvitað að geta sagt að þeir hafi reynt sitt allra besta jafnvel þó það sé sárt fyrir íslenska stuðningsmen að taka gagnrýni á frábæra frammistöðu íslenska landsliðsins.
Húrra fyrir strákunum!!! :D
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=672&a=775425
Svíar ætla að kæra leikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 14.4.2008
Markar vonandi endann á barnamorða hrinunni hérna í Svíþjóð!
4 börn myrt á 19 daga tímabili. Þýsk kona liggur undir grun að hafa drepið 2 börn og móðir þeirra liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Sambýlismaður konu myrti hana og 5 ára dóttur hennar og svo þetta mál.
Játaði á sig morðið á 10 ára stúlku í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 14.3.2008
Kóbalt 2
Mikið var að bretar færu að átta sig á því að losun þungmálma væri skaðleg fyrir umhverfið.
Man reyndar ekki til þess að kóbalt væri flokkað sem gróðurhúsalofttegund, en það gæti ss. bara verið staðfærsluvilla hjá mbl.is. Væri ss. líka fróðlegt að vita um hvaða komplex er verið að tala, Co2 er ekki nóg til að lýsa efnaheiti, heldur þyrfti það að vera Co2*4NH3 eða sambærilegt...
Blair berst gegn losun Co2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)